Fóðrun lagna
Þegar um er að ræða endurvinnslu á skólp- eða pípulögnum, þá er lagnafóðrun aðferð sem gengur út á að búa til nýtt rör inn í gamla rörinu sem er orðið skemmt eða tært.
Nokkrar aðferðir eru mögulegar við fóðrun lagna en þær helstu hér á landi eru sprautuaðferðin og sokkaaðferðin. Í láréttum lögnum s.s. hefðbundnum skólplögnum undir húsum hefur reynslan sýnt að sokkaaðferðin hentar betur við íslenskar aðstæður.
Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að skólplögnina þarf að þrífa og þurrka að mestu áður en fóðrun fer fram. Þar sem skólplagnir á Íslandi sem eru orðnar 40 ára og eldri eru úr steypu (steypurör) og eru oft illa farnar með stórum götum á og liggja oftar en ekki undir grunnvatnsstöðu, þá er þurrkun rörsins alla jafna ógerleg. Þessi ástæða gerir það að verkum að sprautuaðferð við fóðringar er oft illframkvæmanleg.
Við hjá Oliner notumst því eingöngu við sokkaaðferðina við lagfæringar og endurnýjun skólplagna.
Nýjasta tækni og viðurkennd gæða efni við fóðrun lagna
Oliner sérhæfir sig í fóðrun lagna með nýjustu tækni og endingarbestu efnum sem er völ á hverju sinni. Þau tæki, efni og aðferðir sem Oliner notar við sokkaaðferðina eru frá skandinavískum framleiðanda. Sokkurinn sjálfur, hörðnunar- og festiefnin eru gæðavottuð af Byggingaeftirlitsstofnun Þýskalands (Deutsches Institut für Bautechnik).
Fóðrun lagna verð
Verð getur verið misjafnt eftir aðstæðum og því ekki hægt að gefa upp verð miðað við lengdir eða sverleika röra. En það er margreynt að fóðrun lagna hefur sparað mörgum húseigendum verulegar fjárhæðir með því að nýta þessa tækni í stað þess að þurfa að brjóta og grafa upp eldri lagnir til að skipta þeim út.
Hafðu samband og komum á staðinn til að meta aðstæður og gerum þér hagstætt tilboð.